Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:43:08 (2337)

2000-11-28 21:43:08# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:43]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég fór hér í gegnum að ef menn nýta sér 0,66% þá er þarna um óverulegar skattahækkanir að ræða. Þetta var samkomulag sem menn gerðu. Sveitarfélögin voru ekkert sátt við þetta því að auðvitað vilja sveitarfélögin fá meira, það er alveg ljóst. Auðvitað vilja sveitarfélögin láta ríkið borga niður tekjuskattinn.

Þetta var millileið sem menn fóru, þetta var samkomulagsleið, og millilending. Menn geta ekki alltaf fengið það sem þeir vilja, eins og hv. þm. veit í gegnum tíðina.