Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:45:04 (2339)

2000-11-28 21:45:04# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:45]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara til að minna hv. þm. á það, þótt henni hafi verið hrósað 1990, að árin 1992 og 1993 var hún hvað hörðust í að ganga fram í að leggja skatt á sveitarfélögin og fólkið í landinu. Þá var hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir ekki heilög.

Sagt er að ég sé að verja skattahækkun á Kópavogsbúa sem og aðra. Ég er að segja: Ef lögð eru á 0,66% eins og er notað þá er þetta sáralítil hækkun og verulegur ávinningur fyrir landsbyggðina. Hún er ekki til hjá okkur, þið ræðið ekkert um það sem er algjör bylting.

Ég segi enn og aftur: Þessi niðurstaða var málamiðlun og það eigum við að sætta okkur við sem fyrsta skref og halda síðan áfram.