Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:51:56 (2345)

2000-11-28 21:51:56# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:51]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er vel kunnugt um þetta sem hv. þm. var að tína upp. En ég er ekki þar með að segja að ég hoppi um af gleði yfir þeirri niðurstöðu. Ég hef margoft sagt að þetta er fyrsta skrefið til að ná leiðréttingu fyrir sveitarfélögin. Það er ekki gott að hafa annað stjórnsýslustigið í bullandi óánægju.

En ég segi: Þetta er fyrsta skrefið til að við getum náð sáttum í málinu og þess vegna styð ég það.