Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:55:38 (2349)

2000-11-28 21:55:38# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:55]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir þessa umræðu og ég er mjög ánægður að heyra loksins að í þinginu eru einhverjir vinir sveitarfélaganna. Allt í einu spruttu þeir upp. Síðan ég kom á þing hafa þeir verið afar fáir. En nú hentar það minni hlutanum og margir gamlir sveitarstjórnarmenn fengu allt í einu minnið aftur. Ég segi bara: Til hamingju og verið velkomin í liðið að verja hag sveitarfélaganna í landinu. Það er ekki neinu að kvíða miðað við það sem hefur gengið á í þessu máli.