Framkvæmd þingsályktunar um varðveislu báta og skipa

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 13:39:39 (2374)

2000-11-29 13:39:39# 126. lþ. 34.1 fundur 295. mál: #A framkvæmd þingsályktunar um varðveislu báta og skipa# fsp. (til munnl.) frá forsrh., Fyrirspyrjandi GAK
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 126. lþ.

[13:39]

Fyrirspyrjandi (Guðjón A. Kristjánsson):

Herra forseti. Í umsögnum um þetta mál í sjútvn. kom fram að allir þeir sem gáfu umsagnir, sem voru m.a. aðilar frá byggðasöfnum, Þjóðminjasafninu og fleiri áhugamenn um varðveislu skipa, töldu þetta mál mjög brýnt. Reyndar hefur það komið fram í máli hv. þm. Ég held að málið sé í raun og veru þannig vaxið að það þurfi að taka á því mjög fljótlega. Við sjáum það víða sem höfum verið að ferðast um landið að til eru skip sem hafa verið tekin frá til varðveislu sem eru illa farin. Það eru líka til skip á söfnum sem hafa ekki fengist fjármunir til þess að halda við þannig að sómi sé að.

Sá úreldingarsjóður sem var settur á laggirnar hafði það hlutverk að úrelda skip. Við gerðum tillögu um að hlutverki hans yrði snúið við að þessu leyti til varðveislu þeirra skipa sem menn teldu mikil menningarverðmæti í. Þess vegna vona ég fastlega að þau svör sem hæstv. forsrh. gaf merki að málinu verði þá hraðað inn í þingið þegar í upphafi næsta árs þannig að okkur takist að ljúka því á vorþinginu.