Hreinsun og afhending neðra Nickel-svæðisins í Reykjanesbæ

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 13:51:52 (2379)

2000-11-29 13:51:52# 126. lþ. 34.2 fundur 290. mál: #A hreinsun og afhending neðra Nickel-svæðisins í Reykjanesbæ# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 126. lþ.

[13:51]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil koma upp af því tilefni að þessi fyrirspurn er flutt. Eins og kom fram hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni hef ég nokkrum sinnum hreyft þessu máli og m.a. sérstaklega Nickel-svæðinu. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir svörin. Mér fannst þau ekki eins loðin og hv. þm. Steingrími Sigfússyni. Mér fannst það koma einmitt skýrt fram í þessum svörum að ástæðan fyrir því að svæðinu er ekki skilað er að kostnaður við hreinsun á því reynist vera mjög mikill og eru þó að mínu mati ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að það sé alveg rétt að þarna sé olíumengun og þarna sé blýmengun en ég held að það hafi ekki verið rannsakað nægilega hver er mengun vegna þrávirkra leysiefna, TCE og PCB og það eigi kannski eftir að koma þar að auki mikill kostnaður í ljós við þá hreinsun.