B-landamærastöðvar á Íslandi

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 14:50:00 (2400)

2000-11-29 14:50:00# 126. lþ. 34.6 fundur 256. mál: #A B-landamærastöðvar á Íslandi# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 126. lþ.

[14:50]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Athugasemd mín í þessu máli er sú að það er ákaflega snúið að þurfa að hugsa málin á þann veg að tvö sjávarþorp eða tvær sjávarútvegsbyggðir séu ekki jafnsettar að þessu leyti. Í raun er verið að segja að fiskvinnsla t.d. á Skagaströnd sé ekki jafnsett viðskiptalega og atvinnulega og fiskvinnsla á Akureyri eða að fiskvinnsla í Bolungarvík sé ekki jafnsett og fiskvinnsla á Ísafirði. Mér finnst að þarna sé verið að mismuna mönnum allhressilega og það þurfi að reyna að koma þessu þannig fyrir að víðast þar sem hafnaraðstæður eru til (Forseti hringir.) þess að taka við fiski sé mönnum gert jafnt undir höfði, bæði varðandi löndun aflans, tekjur til hafna og ekki síst aðstöðu fiskvinnslunnar.