Endurhæfingardeild á Kristnesspítala

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:02:00 (2405)

2000-11-29 15:02:00# 126. lþ. 34.7 fundur 258. mál: #A endurhæfingardeild á Kristnesspítala# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 126. lþ.

[15:02]

Fyrirspyrjandi (Árni Steinar Jóhannsson):

Virðulegi forseti. Í svörum hæstv. ráðherra kom það raunar fram sem ég vissi fyrir fram. Ég hef úr gögnum FSA áætlun um það hvað þeir halda að margir sjúklingar fari af svæðinu til endurhæfingar annars staðar. Þetta tengist auðvitað bæklunardeildinni á sjálfu sjúkrahúsinu og síðan endurhæfingardeildinni á Kristnesspítala. Eftir því sem ég les úr gögnum frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, er gráupplagt að auka þjónustuna bæði á bæklunardeildinni á sjálfu sjúkrahúsinu og endurhæfingardeildinni í Kristnesi. Þess vegna er aðalatriðið bæði að létta á þrýstingnum hér og ekki síður byggðamál, þ.e. að gera ráðstafanir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, bæklunardeildina og endurhæfingardeildina í Kristnesi, þannig að obbinn af þeim 25--35 rúmum hér fyrir sunnan sem upptekin eru af sjúklingum frá Norðurlandi geti nýst í Kristnesi. Ég óska eftir svörum um hvort áform séu um slíkt. Ég tel slíkt mjög brýnt fyrir svæðið. Ég tel þetta stórt byggðamál.