Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:13:00 (2411)

2000-11-29 15:13:00# 126. lþ. 35.1 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 126. lþ.

[15:13]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Verið er að greiða atkvæði um að þeir sem búa í dreifbýli í fámennum sveitarfélögum búi við sama rétt og þeir sem búa í þéttbýli. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkir vatnsveitur sveitarfélaga í sveitarfélögum með færri íbúum en 2.000. Hér er verið að gera ráð fyrir því að hægt sé að styrkja vatnsveitur á lögbýlum þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að vatnsveitur verði lagðar fyrir hvert lögbýli fyrir sig.