Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:15:00 (2413)

2000-11-29 15:15:00# 126. lþ. 35.1 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 126. lþ.

[15:15]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að hámark útsvars verði hækkað og sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna aukinn. Ég er í sjálfu sér sammála því. En í umsögnum stærstu sveitarfélaganna og flestra sveitarfélaga kemur fram að þau ætla öll að fara í hámarkið. Þau ætla þar með í reynd að falla frá sjálfsákvörðunarrétti sínum og hyggjast leggja aukna skatta á borgara sína í stað þess að stunda sparnað eins og aðrir, bæði einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki.

Ég tel að sveitarfélögin séu hér með að falla frá sjálfs\-ákvörðunarrétti sínum og tel því að ekki megi hleypa þeim svona langt í hámarkinu og segi nei.