Vatnsveitur sveitarfélaga

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:17:40 (2414)

2000-11-29 15:17:40# 126. lþ. 35.2 fundur 200. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (vatnsgjald) frv. 143/2000, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í þessari brtt. er lagt til að hámark vegna vatnsgjalds verði fellt brott. Vatnsgjald er samkvæmt lögum þjónustugjald og því á álagning þess ekki að vera tiltekinn hundraðshluti af fasteignamati. Í ljós hefur komið að þessi hundraðshluti nægir ekki öllum sveitarfélögum til að standa undir kostnaði við veitta þjónustu og önnur leggja á í samræmi við þetta hámark án tillits til þess kostnaðar sem þau verða fyrir. Þar með er gjaldið orðið skattur.

Ef vatnsgjaldið á að flokkast sem þjónustugjald er eðlilegt að hámarksheimildin verði felld brott en með því munu tekjur sveitarfélaganna af vatnsgjaldi ávallt standa undir kostnaði. Ég segi já.