Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:10:55 (2431)

2000-11-30 12:10:55# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:10]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég leyni því ekkert að við þurfum að taka verulega á til þess að fjárlagafrv. sýni nægilegt aðhald. Ég rakti það í ræðu minni að það er mikill þrýstingur á aukin útgjöld vegna þess að fjárlagafrv. er sýnt með miklum afgangi. Hv. þm. hefur vissulega sjálfsagt orðið var við það alveg eins og ég í starfi fjárln. að sá þrýstingur er mikill. Hins vegar tel ég að með þessum tillögum höfum við þrætt meðalveginn og við höfum lagt okkar af mörkum til þess að sporna gegn þenslu í samfélaginu. Hins vegar skulum við spyrja að leikslokum við 3. umr.