Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:12:07 (2432)

2000-11-30 12:12:07# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:12]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. 2. umr. er aðalumræðan um gjaldahlið frv. Þess vegna finnst mér verulega skorta á að ekki skuli hafa verið lokið meðhöndlun á stórum málaflokkum sem snerta íbúa landsins afar mikið. Ég nefni þar heilbrigðisstofnanir og heilbrigðiskerfi sem ekki er lokið. Ég nefni byggðamálin og Byggðastofnun og ég nefni menntamálin, t.d. framhaldsskólann. Það eina sem hér er lagt til vegna byggðamála eða Byggðastofnunar er að auka útgjöld vegna aðalskrifstofu í Reykjavík um 5 millj. kr. til þess að sinna auknum nauðsynlegum verkefnum í byggðamálum á aðalskrifstofunni.

Mér finnst, herra forseti, að frekar hefði átt að fresta umræðu um þessi gjöld frv. þangað til þetta kæmi fram.