Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:13:21 (2433)

2000-11-30 12:13:21# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:13]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að við eigum eftir að skoða nokkra málaflokka nánar og hv. þm. er kunnugt um að í fjárln. er vinna hafin við þá málaflokka og ekki er langt í land að þeir klárist.

Varðandi Byggðastofnun þá hafa málefni hennar aldrei verið til umræðu fyrr en milli 2. og 3. umr. Sú vinnuregla hefur verið viðhöfð hér og engin breyting er á því.

Varðandi reksturskostnað ráðuneytisins gegnir öðru máli. Það er mjög óveruleg hliðargrein í þessu máli. Eins og kunnugt er tók ráðuneytið þennan málaflokk yfir nú nýverið og hefur viljað efla starf sitt og starfslið til að vinna ötullega að þessum málum. Þetta stafar eingöngu af því. En síðan tökum við til við það sem eftir er.