Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:14:30 (2434)

2000-11-30 12:14:30# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:14]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst líka viðsnúið að við skulum við 2. umr. leggja megináherslu á að ræða og ákveða gjöld ríkisins en síðan við 3. umr. kemur tekjuáætlun og áætlun um efnahagshorfur fyrir næsta ár. Ég hefði viljað snúa þessu við þannig að 2. umr. hefði snúist um tekjurnar og um tekjuhorfur næsta árs því þá veit Alþingi hverju það hefur úr að spila og aðalgjaldaumræðan yrði síðan við 3. umr. Hvaða heimili mundi reka sig með þeim hætti að stofna fyrst til útgjaldanna og reyna svo að ákveða eða að finna tekjurnar?

Herra forseti. Ég vil því leyfa mér að spyrja: Finnst hv. formanni fjárln. þetta vera gott fordæmi í vinnubrögðum Alþingis, þ.e. að ákveða gjöldin við 2. umr. en ákveða tekjurnar við 3. umr.? Væri ekki skynsamlegra að snúa þessu við og gefa þar með gott fordæmi út í samfélagið um örugg og traust vinnubrögð?