Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:15:42 (2435)

2000-11-30 12:15:42# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:15]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vona að ekki hafi farið fram hjá hv. þm. að í fjárlagafrv. er áætlun um tekjurnar og við höfum verið að vinna úr henni. Tekjugrein fylgir fjárlagafrv., ég vona að það hafi ekki farið fram hjá mönnum. Í lokin er tekjugreinin endurmetin.

Ég sé ekki að við getum haft endaskipti á hlutunum og farið að endurmeta tekjugreinina við 2. umr., hún fylgir frv. Það eru þær tekjur sem við verðum að hafa hliðsjón af. Hins vegar hefur það vissulega verið svo undanfarin ár að tekjurnar hafa vaxið og áætlanir hafa verið hærri við 3. umr. en þegar frv. er lagt fram. Ég er ekki viss um að svo verði núna. Hins vegar skulum við sjá til þegar þar að kemur en það er vissulega tekjugrein frv. sem við verðum að miða við.