Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:17:03 (2436)

2000-11-30 12:17:03# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:17]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú grúfir myrkur yfir framhaldsskólum landsins og fer þar ekki fram nein starfsemi til að auðga andagift þess unga fólks sem þar á að stunda nám. Hæstv. menntmrh. hefur upplýst að hann ætli ekki að hafa afskipti af því máli. Það er ein tegund mála í grunnskólanum sem ríkið á samkvæmt lögum að sjá um og það er námsbókagerð. Nú stendur svo á að það hefur verið upplýst í menntmn. af hálfu forsvarsmanna Námsgagnastofnunar að það fé sem er ætlað til námsbókagerðar í ár sé ekki einu sinni nóg til að prenta það námsefni sem fyrirliggjandi er, hvað þá það nýja námsefni sem þarf að gefa út til að framfylgja nýrri námskrá. Til að uppfylla þessa fjárþörf er gert ráð fyrir 20 millj. kr. samkvæmt því sem hæstv. formaður fjárln. gerði grein fyrir áðan. Finnst hæstv. formanni fjárln. þetta ekki svolítið naumt skammtað þegar fyrir liggur hversu gríðarlegt verkefnið er?