Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:24:45 (2443)

2000-11-30 12:24:45# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:24]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get sagt það um þetta mál hér og nú að daggjöld hafa verið ákveðin eftir svokölluðu RAI-mati en skiptar skoðanir eru um hvað það mat er haldgott og við höfum verið að kanna þau mál. Ég er þegar alveg reiðubúinn að taka um þetta mál umræðu, það má ekki skilja orð mín þannig. Ég mun auðvitað gera það þegar niðurstaða af starfi okkar liggur fyrir. Það er ekkert einsdæmi að við höfum tekið þessi mál milli 2. og 3. umr., það er eingöngu vegna þess að við viljum fara vandlega yfir málið. Það er ekki fyrir neitt annað.