Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:31:07 (2447)

2000-11-30 12:31:07# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:31]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir þær ábendingar sem hér hafa komið fram og að sjálfsögðu mun ég koma á fund með forseta ef óskað er eftir því að ræða þetta með þingflokksformönnum. En það á ekki að þurfa að halda fund um þetta mál. Ráðherrabekkurinn er stór, hann telur núorðið tólf sæti. Við höfum oft bent á að mjög skortir á samvinnu ríkisstjórnar og þings, enda er hér stjórnað með fullkomnu valdboði á afar ólýðræðislegan og ósmekklegan hátt. Nú er kallað eftir því að a.m.k. fjmrh. verði viðstaddur umræðuna og helst sem flestir fagráðherrar og ég tel að verða eigi við því, herra forseti, og hefði átt að tryggja það í upphafi umræðu.

(Forseti (GuðjG): Eins og forseti hefur þegar greint frá hefur hann gert ráðstafanir til þess að öllum hæstv. ráðherrum verði borin þessi boð og sér forseti ekki ástæðu til neinna fundahalda með þingflokksformönnum út af því.)