Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:32:11 (2448)

2000-11-30 12:32:11# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. 1. minni hluta ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:32]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Össur Skarphéðinsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Sökum þeirra óska sem hér hafa komið fram um viðveru hæstv. ráðherra vil ég að það komi fram af minni hálfu, að hæstv. fjmrh. og ég áttum svolítinn orðastað áður en hæstv. ráðherra vék úr þinghúsi sökum annarra erinda og það varð að samkomulagi milli mín og hans að ég mundi ekki reka upp pólitískt ramakvein þótt hæstv. ráðherra yrði ekki viðstaddur meðan ég flytti ræðu mína. Mér þótti rétt út af umræðunni að láta það koma fram að hæstv. fjmrh. ræddi við mig um þetta.