Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 15:03:56 (2466)

2000-11-30 15:03:56# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[15:03]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég notaði ekki orðið skelfilegt. Ég var aðeins að aðstoða hv. þm. við að kynna sig. Hann hlýtur að hafa umboð frá kjósendum sínum og jafnframt frá flokki sínum í trúnaðarstörfum sínum. Hann ætti sjálfur að vita það.

En hv. þm. svaraði ekki spurningunni og vill líklega ekki svara henni. Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að selja eignir úr landi til að létta á skuldastöðu eða viðskiptahalla en hv. þm. kaus að svara því ekki.