Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 15:15:59 (2476)

2000-11-30 15:15:59# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. 1. minni hluta ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[15:15]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Össur Skarphéðinsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ræddi nokkuð í dag við hv. þm. Jón Kristjánsson um orsakir viðskiptahallans en beindi jafnframt nokkrum spurningum til hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar sem hann reyndi að svara vendilega. En mig langar til að kristalla fram afstöðu hv. þm. með því að spyrja hann mjög einfaldrar spurningar: Er það skoðun hv. varaformanns fjárln. að Seðlabankinn hafi með vaxtaákvörðunum sínum búið til falskan kaupmátt sem hafi í reynd magnað upp einkaneyslu og stefna Seðlabankans í vaxtamálum sé þar með orsök viðskiptahallans?