Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 17:52:11 (2493)

2000-11-30 17:52:11# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[17:52]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Það er engin spurning að Síldarminjasafnið á Siglufirði er mjög spennandi verkefni. En leikreglurnar eru þannig að ekki er færi á því að taka slíka þætti upp. Það er ákveðin markviss uppbygging sem mun taka nokkurn tíma og reyndar er það afgreitt til fulls það sem óskað er eftir og það er ekki algengt í fjárlögunum. En það ætti að nýtast vel til þess að komast af stað og síðan ræður lukkan um framhaldið.