Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 22:38:22 (2519)

2000-11-30 22:38:22# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[22:38]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hver á ekki að hækka? Það eru ýmsir sem ekki eiga að hækka. Það hefur t.d. komið fram að vegna ákvæða í skattalögum, um að menn geti frestað skattlagningu á söluhagnaði af eignarhlut í hlutafélögum, hafi menn komist hjá því að greiða skatt af 20 milljörðum kr. á tveimur árum, bara svo dæmi sé tekið.

En fyrst hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson vill vera hreinskilinn og segja mönnum hreint út hvað sé rétt og rangt, hvað sé skynsamlegt, hvað ekki og hvað sé mögulegt, þá vil ég beina því til hv. þm. að hann tali hreint út við hæstv. ráðherra í ríkisstjórn og bendi þeim á, vegna þess að hann er áhugamaður um markaðslögmálin, að ef ekki er hægt að manna skólana og ráða fólk þar til starfa á þeim kjörum sem boðið er upp á þá þurfi að breyta um kúrs, bara út frá einfaldri og kaldri markaðshyggjunni einni saman. Til þess að geta ráðið fólk til starfa þarf að hækka launin og þá þarf viðbótarfjármagn að koma til sögunnar. Ég trúi því ekki að hann vilji horfa upp á félaga sína í ríkisstjórn berja hausnum við steininn þegar hann sér að markaðslögmálin ganga ekki lengur upp.