Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 23:03:58 (2523)

2000-11-30 23:03:58# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[23:03]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þetta var um margt merkileg ræða sem hv. þm. Jóhann Ársælsson flutti. Hún minnti nú örlítið á uppruna hans í pólitík. Hér talaði auðvitað gamall sósíalisti þegar hann talar um einnota framkvæmdir sem engu skila, uppbyggingu verslana sem engu skila, uppbyggingu virkjana sem engu skila. Þetta finnst mér vera frasar sem dálítið erfitt er að skilja í raun og veru. Ég hef átt þess kost að sækja heim t.d. Rússland, Kaleningrad, Eystrasaltsríkin, hann talar um íslenska pókerstefnu í viðskiptum og verslun og efnahagskerfinu. Mér finnst gamla kommúnistakerfið vera hálf, ja ekkert hálf, það er algjörlega gjaldþrota. (Gripið fram í: Hvað með samvinnuhreyfinguna?) (Gripið fram í: Kommúnistakerfið!) Ég var ekkert að tala um það kerfi, ég var að tala um lausnir. Þessi ræða var á vissan hátt ágæt og allt það, en hv. þm. bendir ekki á neinar lausnir. Hann er að tala um að endurskoða efnahagskerfið og ýmislegt fleira og hann er með samfelldar árásir á það sem við erum að gera, en ég auglýsi eftir lausnum og ég auglýsi líka eftir endurskoðun á efnahagsstefnunni.