Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 23:37:10 (2533)

2000-11-30 23:37:10# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[23:37]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Gengi er rétt þegar jafnvægi ríkir á markaðnum. Og ég held að gengið sé núna orðið rétt, það er kannski eilítið of lágt ef eitthvað er, ég held að það sé rétt, það þarf ekki að lækka mikið meira. Sú 10% lækkun sem hefur orðið á árinu er því rétt og ef miðað er við verðlag, laun og afkomu fyrirtækja og hagræðingu og annað slíkt, þá er þetta rétt gengi.

Varðandi það að yfirmaður í Seðlabankanum hafi snúið við blaðinu eftir að hann hætti þar, það var einmitt það sem hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson hefur verið að gagnrýna. Af hverju kom hann ekki með þessi ráð áður en hann hætti?