Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 23:40:03 (2535)

2000-11-30 23:40:03# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[23:40]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hvorki ég né hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson erum hagfræðingar, en við megum samt hafa okkar skoðun á hlutunum (ÖS: Einar er það.) Ég er það a.m.k. ekki. Ég má samt hafa mína skoðun á hlutunum. Það getur vel verið að það gangi í berhögg við hagfræðingastóðið, eins og hv. þm. sagði.

Varðandi þá spá um 70 milljarða halla --- mér þætti gaman að sjá hvernig það er tryggt ef ekki er á því ríkis\-ábyrgð. Og það er það sem ég held að sé rökfræðilegur galli í þeirri kenningu og þeirri spá að það verða bara hreinlega ekki til tryggingar í landinu, ekki hjá einstaklingum, ekki hjá fyrirtækjum þeirra, ef ekki er um að ræða ríkisábyrgð. Og ríkissjóður er rekinn með dúndur afgangi, það er bara einsdæmi í heiminum. Þannig að hann hefur gert sitt. Og ég sé ekki annað en að rökfræðilega muni þetta hjaðna vegna þess að menn eru búnir að skuldsetja sig í topp.