Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:04:31 (2566)

2000-12-04 11:04:31# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:04]

Össur Skarphéðinsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þeim brtt. meiri hlutans sem hér liggja fyrir er að finna ýmsar jákvæðar tillögur sem við í Samfylkingunni munum styðja. Við teljum hins vegar að áherslan á ýmsa mikilvæga málaflokka sé alls ekki næg, t.d. á menntamál og kjör aldraðra þar sem Samfylkingin leggur fram tillögu um sérstaka afkomutryggingu. Sömuleiðis þarf aukna áherslu á úrbætur fyrir barnafólk og byggðamál. Við höfum þess vegna lagt fram tillögur um að efla þessa málaflokka verulega umfram tillögur ríkisstjórnarinnar.

Ég legg áherslu á að á móti þessum útgjöldum hefur Samfylkingin lagt fram tillögur um auknar tekjur eða niðurskurð á öðrum útgjöldum þannig að þegar upp er staðið, herra forseti, þá mun afkoma ríkisins batna um einn milljarð samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Það er ákaflega mikilvægt að þetta komi fram.