Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:05:29 (2567)

2000-12-04 11:05:29# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:05]

Jón Bjarnason (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við atkvæðagreiðslu við 2. umr. fjárlaga þar sem greidd eru atkvæði m.a. um brtt. frá meiri hluta og minni hluta, munu þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs styðja þær brtt. sem lúta að því að efla þau mörgu og góðu verkefni sem samræmast stefnu Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs. Þingmenn munu sitja hjá við einstök atriði í brtt. sem þeir geta í sjálfu sér ekki stutt en vilja ekki bregða fæti fyrir. Eins munum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs greiða atkvæði gegn einstaka liðum ef okkur finnst þeir ganga þvert á stefnu okkar eða áherslur.

Einstakir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs hafa flutt brtt. sem lúta að áherslum flokksins, þ.e. að auka jöfnuð í samfélaginu og styrkja innviði þess.

Tekjuhlið frv. hefur þingflokkurinn ákveðið að láta bíða til 3. umr. fjárlaga enda liggur hvorki fyrir áætlun ríkisstjórnarinnar um efnahagsforsendur næsta árs né endurskoðuð tekjuáætlun.

Þetta vildi ég, herra forseti, láta koma fram við upphaf atkvæðagreiðslunnar.