Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:23:27 (2575)

2000-12-04 11:23:27# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:23]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um framlag til jöfnunar á námskostnaði en í nýsamþykktum reglum um jöfnun á námskostnaði er gert ráð fyrir að fleiri unglingar geti átt aðgang að þeim styrkjum sem hér er um að ræða en áður var. Hækkun ríkisstjórnarinnar á þessum lið er aðeins til þess að uppfylla gefin loforð um hækkun á styrkupphæðum til einstaklinga en tekur ekki til þeirrar fjölgunar sem reglugerðin býður upp á.

Tillagan sem hér um ræðir frá þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs miðar að því að framlagið sé aukið, þannig að hægt sé að veita aukna styrki til þessara nemenda og ekki þurfi að lækka þá vegna þeirrar fjölgunar sem verður með breyttum reglum. Ég segi já.