Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:40:36 (2582)

2000-12-04 11:40:36# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÍGP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:40]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um að verja 70 millj. til viðbótar í landshlutabundin skógræktarverkefni frá því sem var í fyrri tillögum. Ég lýsi sérstakri ánægju minni yfir þessu. Það eru 200 bújarðir á Suðurlandi sem taka þátt í skógræktarverkefninu. Það er ekki rétt sem hefur komið fram. Hver einasta jörð sem tekur þátt í þessu verkefni fer í mat.