Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:46:57 (2583)

2000-12-04 11:46:57# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:46]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Á liðnum árum hefur oft verið haft á orði að ástandið í húsnæðismálum væri slæmt. Því miður hefur það reynst vera rétt. Það er hins vegar ekki of djúpt í árinni tekið að staðhæfa að ástandið á leigumarkaði sé svo slæmt og alvarlegt, ekki síst á suðvesturhorninu, að ekki verði hjá því komist að grípa til róttækra og afgerandi aðgerða. Það eitt dugir ekki að koma með viðbótarfjármagn til uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði á markaðsvöxtum. Hér þarf að koma til stóraukinn félagslegur stuðningur. Við leggjum til að til þessa verði veitt framlag upp á 800 millj. kr. Stuðningur af þessu tagi er skorinn niður í fjárlagafrv. og verði þessi tillaga felld þá boða ég mjög kröftuga umræðu um húsnæðismálin áður en þingið fer í jólafrí. Við getum ekki afgreitt fjárlagafrv. eins og hér er gert ráð fyrir.