Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:14:13 (2596)

2000-12-04 12:14:13# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:14]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Einhver allra hraksmánarlegasta afgreiðsla við fjárlagagerðina á síðasta ári var þegar meiri hlutinn beitti sér fyrir því að skerða sérstaklega framlög til styrkingar dreifikerfis raforku í sveitum. Nú gengur að vísu sú skerðing til baka en engu að síður er um aldeilis og algerlega ófullnægjandi fjárveitingar í þessu skyni að ræða. Það er ljóst að lélegt dreifikerfi og skortur á þrífösun rafmagns í strjálbýli landsins stendur allri atvinnuuppbyggingu og allri byggð mjög fyrir þrifum á þessum svæðum. Kostnaður við fjárfestingar í tækjabúnaði t.d. við uppbyggingu ferðaþjónustu eða í smáiðnaði er margfaldur, orkunýtingin lélegri og þar fram eftir götunum.

Þess vegna er ákaflega dapurlegt, herra forseti, að menn skuli ekki leggja meira til þessa verkefnis. Við flytjum hér tillögu um að 100 millj. kr. verði varið í þetta að auki á næsta ári og ég hvet hv. þm. eindregið til þess að styðja þetta og þó meira væri.