Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:23:47 (2603)

2000-12-04 12:23:47# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:23]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir því að sértekjukrafa Landmælinga Íslands verði lækkuð um 15 millj. kr. fyrst og fremst til þess að Náttúrufræðistofnun Íslands fái þá kortagrunna sem stofnunin þarf á að halda við gerð náttúruverndaráætlunar án þess að þurfa að greiða fyrir þá. Þetta er hluti af stuðningi við náttúruverndaráætlun sem á að leggja fram árið 2002 og enn hafa ekki verið ætlaðir nægir fjármunir í.