Fjáraukalög 2000

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 15:58:14 (2626)

2000-12-04 15:58:14# 126. lþ. 39.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[15:58]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Í tilefni þessarar orðræðu hv. þm. vill forseti taka fram að stundum getur verið allt annað en auðvelt að greina í hvaða röð hv. þm. biðja um orðið. Sú venja er fest í sessi fremur en hitt að ákvarða miðað við samsetningu þingsins, þ.e. stærð þingflokka, sjónarmiða með og á móti í hefðbundnum umræðum eins og utandagskrárumræðu þar sem fleiri vilja tala en fá tímans vegna í venjubundnum umræðum eins og fjárlagaumræðu eða öðrum föstum liðum á hinu háa Alþingi. Þetta hefur þróast í þessa veru þó að vissulega sé 56. gr. þingskapa ákaflega skýr svo langt sem hún nær hvað varðar fyrirkomulag þessara mála. En forseti vill taka undir það að ástæða er til að skoða þessi mál og önnur er lúta að þingsköpum. Það er ekki góður blær á því heldur að hér upphefjist mikil tímakeppni um hver sé annaðhvort fyrstur á pennann, sé fyrstur til að dreifa nál., fyrstur í þessu eða fyrstur í hinu. Forseti tekur undir að full er ástæða til þess að forsn. og formenn þingflokka ræði það hvað þetta mál varðar sem rætt er og önnur sem stundum orka tvímælis í þingsköpum. En það er hv. 3. þm. Norðurl. e. sem ræðir þingsköp. Hann ræðir raunar um fundarstjórn forseta.