Fjáraukalög 2000

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 16:03:18 (2628)

2000-12-04 16:03:18# 126. lþ. 39.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[16:03]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Fyrri málsgrein. 56. gr. laga um þingsköp Alþingis hljóðar þannig:

,,Forseti gefur þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á, eða til þess að þingmaður geti gert stutta leiðréttingu eða athugasemd er snertir sjálfan hann.``

Forseti hefur svo sem ekki miklu við þessa umræðu að bæta enda verður hún tæplega til lykta leidd hér hvað þetta mál varðar eða önnur álitamál sem uppi hafa verið og uppi munu verða að óbreyttu um þingsköpin.

Að íhuguðu máli og vegna gagntilboða hv. þingmanna hvors í annars garð hefur forseti komist að þeirri niðurstöðu, geri enginn við það sérstaka athugasemd, að næstur taki til máls hv. 3. þm. Norðurl. e.