Fjáraukalög 2000

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 14:11:12 (2689)

2000-12-05 14:11:12# 126. lþ. 40.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, Frsm. 1. minni hluta EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[14:11]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Einar Már Sigurðarson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það fjáraukalagafrv. sem kemur hér til atkvæðagreiðslu staðfestir það sem við höfum haldið fram í minni hluta fjárln. um lausatök ríkisstjórnarinnar á ríkisfjármálunum. Útgjöld hafa aukist um rúmlega 8 milljarða og viðskiptahallinn stefnir í að fara yfir 60 milljarða í árslok.

Að auki er ýmislegt í tillögunum sem að áliti okkar stenst ekki lög um fjárreiður ríkisins. Aðhaldsleysi í stjórn ríkisfjármála hefur bæði komið fram í lélegri áætlunargerð og skorti á eftirliti. Nöturlegt dæmi um þetta eru framkvæmdirnar við Þjóðmenningarhúsið þar sem farið var 100 millj. kr. fram úr fjárheimildum ársins eða um rúmlega 100%. Við stöndum hins vegar frammi fyrir gerðum hlut. Stjórnarandstaðan hefur ekki getað haft áhrif á það sem gerst hefur. Fjáraukalögin eru því á ábyrgð stjórnarmeirihlutans og þess vegna mun þingflokkur Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.