Fjáraukalög 2000

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 14:21:05 (2692)

2000-12-05 14:21:05# 126. lþ. 40.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[14:21]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér er um það að ræða að veita fjármagn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að styrkja byggð í landinu og er svo sem ekki vanþörf á eftir byggðafjandsamlega stefnu þessarar ríkisstjórnar og þeirrar sem áður sat. Hins vegar tek ég undir mikilvægi þess að fjármagn sé veitt til dreifðari byggða og þorpa hringinn í kringum landið.

Á hinn bóginn get ég ekki fellt mig við þá tilviljanakenndu aðferð sem hér um ræðir að taka um það ákvörðun á hverju hausti rétt í lok hvers árs að sleppa einhverjum hundruðum milljóna hingað eða þangað. Ég sit því hjá við þessa atkvæðagreiðslu þótt ég undirstriki enn og aftur mikilvægi þess að leita að fjármagni til byggða landsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn.