Lokafjárlög 1998

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 20:41:42 (2739)

2000-12-05 20:41:42# 126. lþ. 40.11 fundur 260. mál: #A lokafjárlög 1998# frv., RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[20:41]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Fundur stendur yfir í efh.- og viðskn. og það er viðtekin regla að þegar nefndafundur er þá er ekki þingfundur. Mörgum kom á óvart að það skyldi verða boðað til fundar í efh.- og viðskn. kl. 7 í kvöld en formaður efh.- og viðskn. lýsti því, herra forseti, að hann ætlaði að halda fund í kvöldmatarhléinu. Þegar ég kom í húsið var forseti nýbúinn að setja fund um það mál sem nefndin á að vera að fjalla um. Þetta eru svo fáheyrð vinnubrögð að hér hefur stjórnarliðið talað við sjálft sig og krefst svara frá stjórnarandstöðunni sem er ekki í salnum. Meðan ég er að leita að einhverju sem gæti komið viti fyrir flokkinn og gert honum grein fyrir að það er annaðhvort fundur í efh.- og viðskn. eða þingfundur þá á að taka fyrir nýtt mál á dagskrá. Ég mótmæli því harðlega, herra forseti. Þetta eru ekki vinnubrögð. Það hefur ekkert upp á sig að keyra mál þannig áfram. Annaðhvort verður þingfundur hér eða þá fundur í efh.- og viðskn., ekki hvort tveggja, herra forseti.