Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:07:28 (2817)

2000-12-06 14:07:28# 126. lþ. 41.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 126. lþ.

[14:07]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um brtt. sem miðar að því að verja kjör almennings í landinu og forða almennu launafólki frá viðbótarálögum í skatti. Stuðningur við þessa brtt. kemur víða að. Ekki einvörðungu stendur stjórnarandstaðan öll að baki henni heldur hefur Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið lýst yfir stuðningi við þá stefnu sem hér er að finna. Að ógleymdum áskorunum frá sveitarstjórnum vítt og breitt um landið þar sem hvatt er til þess að sú leið sé farin sem hér er gerð tillaga um. Þessi brtt. nýtur því víðtæks stuðnings í þjóðfélaginu enda er skynsamlegt að forða almenningi frá almennri skattahækkun við þær aðstæður sem ríkjandi eru í samfélaginu.

Ég vil trúa því að stjórnarmeirihlutinn átti sig á alvöru málsins og eftir því verði sérstaklega tekið hvernig einstakir þingmenn munu greiða atkvæði. Ég er á móti skattahækkun og það erum við þingmenn Samfylkingarinnar líka. Ég greiði því atkvæði með þessari tillögu og segi já.