Manneldis- og neyslustefna

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 15:17:16 (2846)

2000-12-06 15:17:16# 126. lþ. 42.4 fundur 279. mál: #A manneldis- og neyslustefna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fsp. því af henni sprettur þörf umræða. Í framhaldi af svari hæstv. ráðherra spyr ég hana hvað hún hyggist gera fleira en neyslukönnun til að viðhalda markmiðum manneldis- og neyslustefnunnar. Mig langar einnig að spyrja hæstv. ráðherra nánar út í það sem hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir kom inn á með að stýra neyslu með verðlagi. Það var heilmikið rætt í aðdraganda samþykktar þáltill. um manneldis- og neyslustefnu að ein leiðin til að breyta mataræði og auka hollustu í mataræði væri að stýra neyslunni með verðlaginu. Ég hefði gjarnan viljað fá, herra forseti, svör frá hæstv. ráðherra um þessi atriði.