Eftirlit með útlendingum

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 11:28:28 (2891)

2000-12-07 11:28:28# 126. lþ. 43.2 fundur 284. mál: #A eftirlit með útlendingum# (beiðni um hæli) frv., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[11:28]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það kann að vera að löndin sem undirrituðu Dyflinnarsamninginn séu mjög ólík. En þau undirrituðu samninginn og um leið undirgangast þau ákveðnar skyldur. Það gerum við Íslendingar líka. Ég ætla ekki að trúa því að hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir álíti Dyflinnarsamninginn í rauninni innihaldslaust plagg þannig að í raun vil ég leyfa mér að mótmæla þessum orðum hv. þm.

Ég tek aftur á móti undir þau orð sem hv. þm. lauk máli sínu á í andsvari áðan að allir einstaklingar sem leita hingað til landsins og biðja um hæli eiga að fá réttláta meðferð innan lands. Það eru einmitt þær skyldur sem við tökumst á herðar þegar við undirritum samninga eins og Dyflinnarsamninginn.

(Forseti (GuðjG): Forseti verður að biðja gesti hér í hliðarsal að tala ekki það hátt að það trufli þingstörfin og alls ekki að tala inn í þingsalnum meðan verið er að halda ræður.)