Þjóðminjalög

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 16:07:20 (2941)

2000-12-07 16:07:20# 126. lþ. 43.3 fundur 223. mál: #A þjóðminjalög# (heildarlög) frv., 224. mál: #A safnalög# (heildarlög) frv., 225. mál: #A húsafriðun# (heildarlög) frv., 226. mál: #A menningarverðmæti# frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[16:07]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lofa hæstv. menntmrh. því að við í hv. menntmn. munum skoða þetta mál mjög gaumgæfilega. Ég hef ekki tekið neina afstöðu hér og nú til þess hvað mér þykir skynsamlegt í þessu máli. En ég bendi á að mjög erfitt er að leggja frv. eins og hér er um að ræða fram í ósætti við fagaðila eins og mér virðist vera í þessu tilfelli. Mér þykir mjög brýnt að við reynum að leita á einhvern hátt sátta við íslenska fornleifafræðinga um gerð þessa frv. því að þeir eru þó mikilvægir aðilar að málinu.

Svo vil ég gjarnan, úr því að tími vinnst til, ítreka það sem ég sagði áðan um útboð. Ég tel að útboð komi í vissum tilvikum til greina. En ég tel mjög illa ráðið að bjóða fornleifauppgröft og fornleifarannsóknir út almennt því ég tel þar um svo mikið vandaverk að ræða og svo mikilsvert að þar eigi allra besta fólk að vinna að með sem allra vönduðustum hætti að ég tel mjög óráðlegt að bjóða slíkt út til lægstbjóðenda.