Þjóðminjalög

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 16:08:50 (2942)

2000-12-07 16:08:50# 126. lþ. 43.3 fundur 223. mál: #A þjóðminjalög# (heildarlög) frv., 224. mál: #A safnalög# (heildarlög) frv., 225. mál: #A húsafriðun# (heildarlög) frv., 226. mál: #A menningarverðmæti# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[16:08]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi útboðin erum við hv. þm. ósammála um þann þátt. Ég tel að hv. þm. eigi einnig eftir að kynnast því í starfi hv. menntmn. þegar þetta frv. verður sent til umsagnar að öflugir aðilar utan ríkisstofnana geta sinnt verkefnum á þessum sviðum og það eigi að nýta krafta þeirra. Ég nálgast þetta mál ekki með því hugarfari að ríkisstofnanir eigi að sitja þar í fyrirrúmi. Þær hafa lögbundnu hlutverki að gegna. En þær eiga að leita samstarfs við aðila utan þeirra veggja til þess að ná sem bestum árangri á þessum sviðum.