Þjóðminjalög

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 16:13:09 (2945)

2000-12-07 16:13:09# 126. lþ. 43.3 fundur 223. mál: #A þjóðminjalög# (heildarlög) frv., 224. mál: #A safnalög# (heildarlög) frv., 225. mál: #A húsafriðun# (heildarlög) frv., 226. mál: #A menningarverðmæti# frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[16:13]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þessi ágætu svör sem staðfesta þá von sem ég byggi umfjöllun mína á um þetta frv. Ég ætla ekki að spyrja ráðherrann frekari spurninga en vil taka undir þessi sjónarmið (Gripið fram í.) og draga fram mikilvægi þess að við fáum erlenda aðila hingað til liðs við okkur, ekki einungis til þess að halda uppi gæðum og hugsanlega mætti kannski líka segja samkeppni á þessu fræðasviði. Ég vil líka benda hv. þingmönnum á að hér er einnig um fjármagn að ræða. Með erlendum vísindamönnum er líklegt að til okkar komi fjármagn í rannsóknir sem við hingað til höfum ekki haft tækifæri til þess að stunda.

Reykjavíkurakademían er skýrt dæmi. Á hana hefur verið minnst hér. Ég tel að það sé einhver merkasti frjósproti sem við höfum fengið inn í okkar vísinda- og menntalíf og ég tel að þetta frv. efli þá starfsemi.