Fjárframlög til vegagerðar og 3. umr. fjárlaga

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 16:38:29 (2952)

2000-12-07 16:38:29# 126. lþ. 43.93 fundur 178#B fjárframlög til vegagerðar og 3. umr. fjárlaga# (um fundarstjórn), GE
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[16:38]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. formanni fjárln. fyrir svörin. En hér er um svo mikilsvert mál að ræða að ekki er viðunandi að dokað sé við fram í febrúar eftir svörum um þessi áform ríkisstjórnarinnar. Þegar á haustmánuðum voru farnar að leka til fréttastofa ýmsar upplýsingar um að fyrirhugað væri að draga svo og svo úr framkvæmdum í Reykjavík, að fyrirhugað væri að draga úr framkvæmdum á einhverjum stöðum á landinu en aðallega Reykjavík. Þetta vakti mikla úlfúð í samfélaginu.

Þess vegna tel ég brýna ástæða til þess að það liggi fyrir alveg klárt á morgun hvað ætlað er að skera niður þannig að menn viti hvað þeir eru að samþykkja með því fjárlagafrv. sem verður rætt í lokaumræðu á morgun. Þess vegna, virðulegur forseti, set ég þessa fyrirspurn fram. Það er ekki til að tefja fyrir störfum þingsins heldur frekar til þess að greiða fyrir því starfi sem fyrir liggur á morgun.

Ég ítreka að krafa verður gerð um að þetta liggi skýrt fyrir á morgun