Réttindagæsla fatlaðra

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 17:25:14 (2960)

2000-12-07 17:25:14# 126. lþ. 43.9 fundur 331. mál: #A réttindagæsla fatlaðra# frv., RG
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[17:25]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu. Ég vil þakka fyrir góð orð til minningar um góðan þingmann. Ég bendi jafnframt á að þegar við gerum grundvallarbreytingar þá er mikilvægt að setja endurskoðunarákvæði í lögin. Það var gert árið 1992 þá átti að endurskoða lögin eftir fimm ár. Það bregst gjarnan eins og raun ber vitni en í þessu máli er mikilvægt að hafa endurskoðunarákvæðið.

Ég ætla að láta mér nægja þessi svör ráðherrans þó að ég hafi vonast til að hann kæmi með ítarlegri svör við því sem hér bar á góma. Þetta hefur verið ágæt umræða. Ég kom því á framfæri sem skiptir mig máli. Ég tek að mestu leyti undir þessi þrjú mál enda hníga þau öll í þá átt sem ég hefði kosið í málefnum fatlaðra. Við getum hins vegar endalaust deilt um hversu hratt á að fara.