Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 15:22:35 (3051)

2000-12-08 15:22:35# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[15:22]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Þetta kemur ekkert ríkiskapítalisma við í sjálfu sér, enda veit ég ekki hver elur á meiri miðstýringu en þessi ríkisstjórn. Þetta snertir heilbrigða skynsemi og ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. En ég get áréttað það sjónarmið mitt að jarðir úti um land, jarðeignir og hlunnindi eiga að vera til að styrkja byggðina þar fyrst og fremst. Þær aðgerðir sem þar eru gerðar eiga að snúast um það fyrst og fremst og mun ekki af veita. Þar greinir okkur hæstv. landbrh. greinilega að einhverju leyti á.

Ég legg áherslu á að sú úttekt, skoðun og mat á jörðum verði þá gert sem kveðið er á um í þeim starfsreglum sem landbrn. hefur sett sér áður en þær eru boðnar til sölu, en ekki eftir á eins og hér er greinilega verið að gera.