Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 18:33:50 (3072)

2000-12-08 18:33:50# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[18:33]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við að bæta. Ég skil vel að hv. þm. reyni að berja í brestina, en ég er hér með í höndum fjárlagafrv. og samkvæmt því lækka fjárveitingar til þessara stofnana og ég hef ekki orðið var við tillögur þar til úrbóta sem neinu næmi þannig að ég hlýt því miður að standa við það sem ég hef áður sagt. Ég tel að útkoma þessara stofnana, rannsóknastofnana og skóla undir landbrn., sé mjög slæm.