Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:31:25 (3123)

2000-12-11 11:31:25# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:31]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér koma til atkvæða þær tekjuöflunartillögur sem við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs flytjum, samtals upp á 3.000 millj. kr. og skiptast þannig að álag á hátekjuskatt er 300 millj., hækkun á fjármagnstekjuskatti 800 millj., hækkun á skatti af hagnaði lögaðila 1.200 millj., hækkun áfengisgjalds 300 millj. og hækkun tóbaksgjalds 400 millj. Þetta er eins og áður sagði 3.000 millj. kr., herra forseti, og nægir langleiðina til að mæta útgjöldum vegna allra brtt. sem þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs flytja eða eiga aðild að með hv. þingmönnum Frjálslynda flokksins.